Lífsviðurværi námsmanna erlendis í tvísýnu

LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna.
LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna. mbl.is/Hjörtur

Lán til framfærslu íslenskra námsmanna erlendis munu lækka um allt að 20% á næsta skólaári samkvæmt nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, sem tóku gildi 1. apríl. Formaður SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir í samtali við Morgunblaðið í dag niðurskurð hjá LÍN allt of lengi hafa bitnað á nemum sem sæki háskólanám erlendis.

„Það að skera niður framfærslulán til fólks sem er að ná sér í sérfræðiþekkingu erlendis er furðuleg þróun. Næsta skref er að safna reynslusögum hjá fólki og undirskriftum og mótmæla þessum nýja niðurskurði,“ segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður SÍNE.

Um forsendubrest er að ræða, segir Sigrún Dögg Kvaran, sem situr í stjórn SÍNE, um þessar nýju úthlutunarreglur LÍN, sem undirritaðar eru af Menntamálaráðuneytinu.

Hún hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá ráðuneytinu en engin svör fengið.

Sigrún tekur dæmi af hjónum með tvö börn sem bæði eru í námi í Svíþjóð. Þau eru að upplifa niðurskurð á framfærsluláni þriðja árið í röð, samanlagt 40%.

Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður SÍNE.
Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður SÍNE.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert