Ræða tilhögun sölunnar á Jökulsárlóni

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi Ómar Óskarsson

Fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi fundar í dag með eigendum jarðarinnar Fells, sem á stóran hluta af Jökulsárlóni. Meðal annars verður farið yfir ákvörðun sýslumanns um að selja jörðina á opnum markaði og tilhögun sölunnar rædd. Þetta staðfestir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, í samtali við mbl.is.

Fundurinn er lokaður en samkvæmt lögum ber sýslumanni að halda slíkan fund með aðilum málsins. Anna Birna vildi að öðru leyti ekki tjá sig nákvæmlega um dagskrá fundarins.

Uppi hefur verið ágreiningur milli eiganda Fells undanfarin ár og endaði það núna um miðjan apríl þegar sýslumaður ákvað að setja jörðina í opið söluferli. Það þýðir að finna þarf fasteignasölu eða annan löggildan söluaðila til að annast söluna. Sýslumaður mun svo taka ákvörðun um þau tilboð sem berast, ef einhver berast.

Jörðin er alls 10.528 hekt­ar­ar og eru land­eig­end­ur, sem eiga jörðina í sam­ein­ingu, um 40 tals­ins. Rekja má þenn­an mikla fjölda til óskipts dán­ar­bús. Jörðinni til­heyr­ir jafn­framt um helm­ing­ur Jök­uls­ár­lóns til móts við ís­lenska ríkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert