„Hvað ef við verðum skilin eftir á götunni?“

Fjölskyldan hafði verið á Íslandi frá því í ágúst 2015.
Fjölskyldan hafði verið á Íslandi frá því í ágúst 2015. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ir­ina Sei­bel, eig­inmaður henn­ar Vla­dimir og þrjú börn þeirra voru send úr landi í morgun eftir að hafa verið neitað um hæli. Fjölskyldan sem er frá Úsbekistan flúði heimaland sitt vegna trúarofsókna og hafði búið á Íslandi í átta mánuði.

Frétt mbl.is: „Líf? Hvað er líf?“

Í gær greindi mbl.is frá því að til stæði að flytja fjölskylduna úr landi og birti brot úr tölvupósti Irinu um tilfinningar fjölskyldunnar gagnvart flutningunum. Í kvöld sendi Irina annan tölvupóst þar sem hún greinir frá fyrsta deginum sem hælisleitendur í Frakklandi.

„Við lentum í Frakklandi klukkan 13:00. Við útganginn á flugvellinum hittum við lögregluna og vorum færð á skrifstofu þeirra. Þar sátum við í 20 mínútur.“

Lögreglan rannsakaði vegabréf þeirra og önnur gögn og tilkynnti þeim að þau þyrftu að fara á skrifstofu héraðsstjóra innan átta daga og sækja um hæli. Irina talar takmarkaða ensku og segir frönsku lögreglumennina ekki hafa talað ensku yfirhöfuð og því hafi hún ekki skilið margt af því sem sagt var.

„Ég spurði [lögreglumanninn] hvernig við ættum að borða. Við værum að með mikinn farangur og börnin okkar og vissum ekki einu sinni hvar [skrifstofa sýslumanns] væri. Hann brosti þegjandi og í gegnum samanbitnar tennur sagði hann að afgangurinn væri ekki þeirra vandamál.“

Komu að lokuðum dyrum

Irina og Vladimir ákváðu að nýta þann litla pening sem þau áttu til að taka leigubíl til héraðsstjórans. Ferðin tók tvo tíma og kostaði þau 150 evrur og þegar komið var á skrifstofuna kom í ljós að hún var aðeins opin til hádegis.

„Við vorum aftur í áfalli! Börnin voru þreytt, svöng, köld rigningin barði götuna og við höfðum í engin hús að vernda. Við  fórum inn í efnalaug og spurðum um næsta hótel, til þess að get í það minnsta fengið svefn og hlýju.“

Fjölskyldan fékk hjálp við að hringja á leigubíl og þau fundu hótel , þreytt og öskuill yfir því að hafa verið „kastað á götuna eins og kettlingum“. Þau  greiddu 200 evrur fyrir nóttina og eiga nú aðeins 50 evrur eftir að sögn Irinu.

„Allar stofnanirnar eru í miðborg Parísar. Við erum í úthverfi, tvær klukkustundir frá með fullt af farangri og þrjú börn.“

Irina Vladimir ætla þó að vera mætt fyrir utan skrifstofu héraðsstjórans klukkan níu i fyrramálið en framhaldið er afar óljóst. „Hvað ef við verðum skilin eftir á götunni sem áður?“ spyr Irina.

Niðurlag póstsins frá Irinu er óskýrt, hún talar um hrylling, ótta og vonbrigði skort á peningum og óttann við að þurfa að búa á götunni.

„Allt þetta höfðum við sagt við Útlendingastofnun margsinnis, en við vildum ekki trúa því. Hjálpið okkur! Bjargið okkur frá þessu sambandi frá allra fyrstu skrefunum. Þetta er mjög ógnvekjandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert