Leita tilboða í hluta Jökulsárlóns

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Rax / Ragnar Axelsson

Sýslumaðurinn á Suðurlandi mun fela Lögmönnum Suðurlandi á Selfossi að leita tilboða í jörðina Fell í Austur-Skaftafellssýslu. Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur fasteignasali, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst myndu eiga fund með sýslumanninum í dag um málið.

Jörðin Fell, sem um ræðir, er austan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og á hlut í lóninu. Það er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna hér á landi. Til stóð að bjóða jörðina upp þann 14. apríl sl. Sýslumaður úrskurðaði 10. mars sl. að jörðin yrði seld á nauðungaruppboði til slita á sameign að ósk gerðarbeiðenda.

Ólafur kvaðst reikna með að þeir fengju að minnsta kosti þrjá mánuði til að leita eftir tilboðum og selja jörðina á frjálsum markaði áður en lengra yrði haldið með nauðungarsöluferlið. Hann sagði að í stað þess að tekið væri við tilboði á tiltekinni stund og stað, eins og gert væri við hefðbundna nauðungarsölu, yrði í þessu tilfelli leitað tilboða víðar og á lengri tíma. Það væri helsti munurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert