Ólafur Ragnar: Ekki mótað afstöðu

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussai­eff
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussai­eff mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ekki mótað afstöðu til þess hvort upplýsingar um aflandsfélag fjölskyldu eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff, sem komu fram í gær hafi áhrif á framboð hans til forseta Íslands. Hið sama gildir um hvort hjónin muni gera upplýsingar um skattaskýrslur þeirra opinberar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofustjóra skrifstofu forseta Íslands til mbl.is. Sendar voru tvær spurningar og beðið um viðtal við forseta.

Kjarninn og Grapevine greindu frá því í gær að félag í eigu Dorritar Moussaieff hafi verið skráð á Bresku Jómfrúareyjunum frá árinu 1999 til ársins 2005. Félagið er að finna í gögnum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca.

Spurningar mbl.is til forseta Íslands:   
 
1. Í fréttum Kjarnans og Grapevine í gær kom fram að félag í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff hafi verið skráð á Bresku Jómfrúareyjunum frá árinu 1999 til ársins 2005. Félagið, sem heitir Lasca Finance Limited, er að finna í gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Árið 2005 seld­i ­fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Moussai­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­senta hlut sinn í Lasca F­in­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussai­eff og „Mr­s.“ Moussai­eff.

Hafa þessar upplýsingar einhver áhrif á framboð þitt til forseta Íslands? Ef svo er, hvaða áhrif hafa þær?

2. Ætlið þið hjónin að gera upplýsingar úr skattaskýrslum ykkar opinberar líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa gert að undanförnu?


Í svari Árna Sigurjónssonar, skrifstofustjóra skrifstofu forseta Íslands, sagði að forseti hefði ekki mótað afstöðu til spurninganna. 

Frétt mbl.is: Svör Ólafs sett í poppbúning

Frétt mbl.is: Fjölskylda Dorritar átti aflandsfélag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert