Kristján Örn lætur af störfum

Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca.
Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. AFP

Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins, hefur ákveðið að láta af störfum vegna tengsla sinna við aflandsfélög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum.

Ólafur Haukur Jónsson forstöðumaður rekstrarsviðs Sameinaða lífeyrissjóðsins mun gegna störfum framkvæmdastjóra tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Í umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld kom fram að Kristján Örn til­kynnti ekki stjórn sjóðsins um af­l­ands­fé­lög sem hann var skráður fyr­ir. Um var að ræða tvö fé­lög, Mika As­sett sem var skráð á Panama í gegn­um Lands­bank­ann í Lúx­emburg og Fulcas Inc. sem einnig var stofnað í Pam­ana en í gegn­um Nordea bank­ann. Það fé­lag er enn starf­andi. Fyrra fé­lagið var stofnað 2007 og það síðara 2009.

Kristján sagði í svari við fyr­ir­spurn frá Kast­ljósi að fé­lög­in hafi verið hugsuð fyr­ir er­lenda fjár­fest­ingu en hafi aldrei verið notuð.

Yfirlýsing Kristján Arnar í heild:

„Í ljósi umræðu um mig og þeirrar staðreyndar að nafn mitt er að finna í Panama-skjölunum vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Ég hef ávallt gætt þess í mínum störfum að starfa af heilindum og fara að lögum og reglum.

Ég tel mikilvægt vegna þessarar umræðu um mig að Sameinaði lífeyrissjóðurinn verði ekki fyrir skaða.

Ég hef því tilkynnt stjórn sjóðsins að ég óski lausnar frá störfum í þeirri von að sátt megi skapast um sjóðinn og starfsemi hans.

Ég hef starfað í 19 ár hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum þar sem ég hef eignast marga góða vini og ég vil þakka öllu þessu góða fólki fyrir gott samstarf í gegnum öll þessi ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert