Ófært á fjallvegum austanlands

Þæfingsfærð var á höfuðborgarsvæðinu.
Þæfingsfærð var á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/RAX

Vegir eru greiðfærir um Suður- og Vesturland og á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingumf rá Vegagerðinni. Hálkublettir og éljagangur eru víða á norðvesturlandi.

Á Norðaustur- og Austurlandi er færð farinn að spillast mjög víða, hálka, snjóþekja, éljagangur eða stórhríð. Ófært og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Fjarðarheiði. Þæfingur og skafrenningur er á Sandvíkurheiði. Þæfingur er í Skriðdal og þungfært á Breiðdalsheiði. Ófært og óveður er á Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert