Ófært og óveður á Öxi

Umferð gekk illa á Vesturlandsveginum í gærmorgun.
Umferð gekk illa á Vesturlandsveginum í gærmorgun. mbl.is/Styrmir Kári

Vegir eru greiðfærir víðast um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka eða snjóþekja og éljagangur viða um norðan- og austanvert landið. Þungfært er á Vopnafjarðarheiði. Ófært og óveður er á Öxi. Sandfok er á Skeiðarársandi.

Vakin er athygli á því að vegna viðhalds á tækjum og búnaði í Hvalfjarðargöngum verði göngin lokuð yfir nóttina þessa viku frá klukkan 22:00 til 6:00 að morgni. Lokunin gildir fram á föstudagsmorgun 29. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert