Snjókoma fyrir norðan á morgun

mbl.is/Styrmir Kári

Spáð er snjókomu víða á norðan- og austanverðu landinu í dag og á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt og samfelldri ofankomu fyrir norðan og austan um tíma. Hins vegar verði nánast þurrt sunnan- og vestantil á landinu. Þó megi búast við einhverri minniháttar úrkomu á hálendinu.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera annars ráð fyrir norðanátt, 5-15 metrum á sekúndu. Heldur hægari í nótt en norðvestan 5-13 m/s á morgun. Snjókoma verður með köflum norðan og norðaustanlands en bjartviðri víðast hvar sunnan- og vestantil. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig norðan- og austantil yfir daginn, en 2 til 7 stiga hiti sunnantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert