Sóttu mann í rússneskan togara

TF-SIF á flugi.
TF-SIF á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Upp úr klukkan þrjú i dag barst Landhelgisgæslunni beiðni um að sækja veikan mann um borð í rússneskan togara sem staddur var um 210 sjómílur suður af Reykjanesi.

Eftir að læknir þyrlunnar hafði rætt við skipstjóra togarans til að meta ástand mannsins var ákveðið að senda TF-LIF eftir manninum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var send á vettvang með þyrlunni til að tryggja öryggi og fjarskipti þyrlunnar. Þyrlan kom að togaranum kl.19:07 um 220 sjómílur suður af Reykjanesi.

Vel gekk að hífa manninn um borð í þyrluna að því er fram kemur í fréttatilkynningu Landhelgisgæslunnar og var hún lögð af stað til Reykjavíkur 20 mínútum síðar. Þyrlan lenti í reykjavík upp úr kl. 21:00

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert