Áhrifin ná til þúsunda farþega

Ekkert áætlunarflug fer um Keflavík í nótt.
Ekkert áætlunarflug fer um Keflavík í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umtalsverð röskun hlýst af verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra í nótt og munu þær hafa áhrif á ferðir á fjórða þúsund farþega Icelandair; samtals 20 flugferðir. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins.

mbl.is sagði frá því fyrr í dag að ekkert áætlunarflug verður um Keflavíkurflugvöll í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra, en stéttinn er í yfirvinnubanni.

Frétt mbl.is: Ekkert áætlunarflug í nótt

„Við munum seinka öllum vélum sem væntanlegar eru frá Ameríku í fyrramálið, sem aftur mun valda seinkun á öllu Evrópuflugi héðan í fyrrmálið. Gerum ráð fyrir að öll flug nema flug til Frankfurt, sem verður samkvæmt áætlun, fari um kl 8.15,“ segir Guðjón.

Flug frá Lundúnum í kvöld mun lenda á Reykjavíkurflugvelli.

Farþegar geta fylgst með þróun mála á vef Icelandair og kefairport.is.

Frétt mbl.is: Hefur áhrif á fjórar vélar WOW air

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert