Brjóta á öðrum börnum

Á annan tug barna á hverju ári fær sérhæfða meðferð …
Á annan tug barna á hverju ári fær sérhæfða meðferð vegna óviðeigandi kynhegðunar gagnvart öðrum börnum.

Undanfarin sjö ár hafa um 120 umsóknir borist frá barnaverndarnefndum til Barnaverndarstofu um sálfræðiþjónustu vegna óviðeigandi kynhegðunar barna.

Í flestum tilvikum hafa börnin fengið meðferð á vegum Barnaverndarstofu og að sögn Önnu Kristínar Newton sálfræðings, sem starfar að meðferðinni, er algengasta ástæðan óviðeigandi snerting eða kynferðisleg hegðun á samskiptamiðlum.

Hún segir dæmi um að drengir á aldrinum 14-16 ára hafi komið í meðferðina eftir að hafa nauðgað stúlkum á svipuðum aldri. Í einhverjum tilfellum séu tengsl á milli mikils klámáhorfs og þessara brota, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert