Búnar til þess að taka við eldingu

Flugmenn Icelandair fara í gegnum alhliða mat við ráðningu þar …
Flugmenn Icelandair fara í gegnum alhliða mat við ráðningu þar sem persónuleiki þeirra er meðal þess sem er kannaður. mbl.is/Skapti

Farþegavél Icelandair sem varð fyrir eldingu þegar hún var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í Bretlandi í gær varð ekki fyrir skemmdum. Flogið var aftur til Íslands samkvæmt áætlun þegar búið var að skoða vélina. Atvikið náðist á myndband á jörðu niðri.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir atvikið í samtali við mbl.is og segir að vélin hafi farið í skoðun líkt og alltaf þegar flugvélar fá í sig eldingu.

Í frétt Sky kemur fram að farþegum um borð í vélinni hafi brugðið töluvert en mikill blossi sást og hávær hljóð heyrðust.

„Lýsingarnar eru yfirleitt alltaf eins, það heyrist hár hvellur og blossi kemur. Það virðist einkenna þetta alltaf, ég hef ekki lent í þessu sjálfu. Þessar vélar eru, eins og allar farþegarvélar, eru búnar til þess að taka við eldingu og losa sig við hana,“ segir Guðjón.

Frétt mbl.is: Eldingu laust niður í flugvél Icelandair

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert