Byrja að hreinsa stíga í næstu viku

Styrmir Kári

Hafist verður handa við hreinsun gatna, stíga og gangstétta innan hverfa í Reykjavík í næstu viku og er gert ráð fyrir að henni ljúki vikuna 6-10. júní. Húsagötur verða einnig sópaðar og þvegnar á sama tímabili.

Hér má sjá áætlun næstu vikna vegna hreinsunar í Reykjavík.

Fyrstu tvær vikurnar verður hreinsað í póstnúmerum 108 og 109 en endað verður í póstnúmerum 107 og 112. Í þessari viku lýkur fjögurra vikna tímabili þar sem stofnbrautir í öllum hverfum Reykjavíkur voru hreinsaðar, sem og stofnstígar milli hverfa og helstu stígar.

Hreinsun í borginni miðar við eftirfarandi forgangsröð vorið 2016:

  • Helstu göngu- og hjólastígar (frá viku 14 skv. áætlun, en í ár var hægt að byrja fyrr)
  • Meginstígar innan hverfa (áætlað að ljúka  í viku 17)
  • Stígar innan hverfa. Farið skipulega um hverfin (í viku 18 - 23. Sjá hverfaskiptingu í verkáætlun) 

Í Kópavogi var gert ráð fyrir að hreinsun gatna og stíga í bænum lyki í lok þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum frá bænum má gera ráð fyrir að það dragist eitthvað enda var miklu magni af sandi dreift á í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert