Er nafn ráðherra í gögnunum?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varaþingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann spyr m.a. hvort sú staðreynd að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma, hefði haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um félög Íslendinga í aflandsfélögum og skattaskjólum.

Það var Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem lagði fram fyrirspurnina, en hún hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ögmund Jónasson.

Spyr Rósa einnig að því hvort í gögnunum voru upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem voru eða höfðu verið í eigu ráðherra, voru eða höfðu verið í eigu aðila nátengdum ráðherra, voru í eigu annarra ráðherra.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert