Flugvél WOW snúið aftur til Keflavíkur

WOW air
WOW air Aðsend mynd.

Flugvél WOW Air sem átti að halda til London klukkan 6.20 í morgun var snúið aftur til Keflavíkur eftir um 50 mínútna flug. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air var um minniháttar bilun að ræða og gert er ráð fyrir að vélin fari aftur í loftið nú síðdegis.

„Það var verið að bíða eftir varahlut, en vélin fer í loftið aftur núna seinni partinn,“ segir Svanhvít. Farþegar hafi fengið upplýsingar upplýsingar um nýjan flugtíma hjá flugfélagin og þeir hafi fengið mat og drykk í samræmi við reglur um seinkunn flugs. Þá hafi þeir farþegar sem þess óskuðu fengið farangur sinn afhentan og geti innritað sig aftur fyrir síðdegisvélina.

„Við erum mjög ánægð með hvað þeir farþegar sem við höfum rætt við hafa sýnt málinu mikinn skilning,“ segir Svanhvít.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert