Holuhraun á nýju frímerki

Eldgosið í Holuhrauni prýðir eitt frímerkja Póstsins sem gefinn eru …
Eldgosið í Holuhrauni prýðir eitt frímerkja Póstsins sem gefinn eru út í dag.

Níu ný frímerki í fjórum útgáfuröðum koma í dag á markað hjá Frímerkjasölu Póstsins.  Eitt þeirra er tileinkað Eldgosinu í Holuhrauni og sýnir það logandi eldsprunguna.

Þá eru gefin út tvö ný frímerki í fimmtu seríunni af ferðamannafrímerkjum og bera þau að þessu sinni myndir af Þjófafossi og Jökulsárlóni. Þá koma  Evrópufrímerkin 2016 einnig á markað í dag, en þau eru að þessu sinni tileinkuð grænni hugsun.

Loks má geta þess að fjögur frímerki eru nú gefin út í SEPAC útgáfunni 2016 og eru þau tileinkuð árstíðunum fjórum. 

Nánari upplýsingar um frímerkin má finna hér

Mynd af Jökulsárlóni prýðir annað nýju ferðamannafrímerkjanna.
Mynd af Jökulsárlóni prýðir annað nýju ferðamannafrímerkjanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert