Líkhús stendur í fjármálaráðuneytinu

Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í …
Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í líkhúsi. Fjármálaráðuneytið er á því að rekstur líkhúsa sem ekki sé lögbundinn sé hluti af framlagi ríkisins til kirkjugarðanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meðal niðurstaðna nefndar sem endurskoðaði svokallað kirkjugarðasamkomulag er, að huga þurfi að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Þetta kemur fram í skýrslu sem nefndin hefur skilað innanríkisráðherra. Nefndin komst að því að gera þurfi núverandi ákvæði laganna skýrari hvað varðar verkefni sem kirkjugörðum ber að sinna og nýtur fjármögnunar úr ríkissjóði. Það eigi til að mynda við um rekstur líkhúsa.

Líkbrennslum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og voru 185 árið 2004 en 619 árið 2013, sem eru nýjustu tölurnar í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert