Sandbylur á flóðasvæðunum

Sandurinn æðir yfir gróður í Eldhrauni við Brest.
Sandurinn æðir yfir gróður í Eldhrauni við Brest. Ljósmynd/Gústav M. Ásbjörnsson

Mikið sandfok var í Eldhrauni og víðar á Suðurlandi í gær. Leir og annar framburður úr hamfarahlaupinu í Skaftá í byrjun október fór af stað í fyrsta norðanrokinu sem kemur eftir að jörð kom undan snjó.

Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar, var staddur í Eldhrauni við mælingar sandsvæðanna og undirbúning aðgerða vegna Skaftárhlaupsins.

Hann segir að leirinn hafi farið af stað þótt ekki hafi verið sérstaklega hvasst. Sandbylurinn gekk yfir Hringveginn og var aðeins um þriggja stika skyggni á köflum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert