Staðfesta tveggja ára nauðgunardóm

Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi
Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi mbl.is

Hæstiréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reyjavíkur fyrir að hafa haft samræði við konu á heimili sínu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.

Atvikið átti sér stað 4. október 2013.

Brotaþoli og kærasti hennar voru gestkomandi á heimili mannsins, Andra Karls Elínarsonar Ásgeirssonar, umrædda nótt. Hann neitaði sök í héraðsdómi en dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan. Það var niðurstaða hans að byggja á framburði brotaþola, sem talinn var trúverðugur og var studdur í framburði vitnis, lögreglumanna og læknis.

Frétt mbl.is: Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Fyrir Hæstarétti bar ákærði því fyrir sig að sönnun um sök hans hefði byggt á lögregluskýrslu um handtöku hans um nótt og skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu morguninn eftir. Sagði hann að honum hefði ekki verið kynntur réttur sinn og þá hefði hann enn verið ölvaður þegar skýrsla var tekin.

Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í niðurstöðum héraðsdóms sé í engu byggt á því sem fram kom í lögregluskýrslu.

Ákæruvaldið fór fram á að refsing yrði þyngd, en Hæstiréttur varð ekki við því vegna tafa af höndum ákæruvaldsins.

Ákærði var dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað, samtals 980 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert