Undrast stjórnsýslu ráðuneytis

Ráðhús Garðabæjar við Garðatorg.
Ráðhús Garðabæjar við Garðatorg. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei kynnst svona stjórnsýslu. Það hlýtur að vera að heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins beri ábyrgð á henni,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Velferðarráðuneytið hefur nú hafnað kröfu bæjarfélagsins um að taka yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar en ráðuneytið hafði áður lýst sig reiðubúið að fara þá leið.

Garðabær rekur hjúkrunarheimilið samkvæmt samningi við ríkið. Daggjöld hafa ekki dugað til þeirrar þjónustu sem Velferðarráðuneytið og landlæknisembættið gera kröfur um á slíkum heimilum. Hefur bærinn greitt yfir 100 milljónir með rekstrinum á ári. Bæjarstjórn fól lögmanni sínum að undirbúa aðgerðir gegn ríkinu til að endurheimta þennan kostnað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert