68 reiðhjólum stolið það sem af er ári

Reiðhjól er vinsæll fararskjóti.
Reiðhjól er vinsæll fararskjóti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiðhjólin eru flest komin út úr geymslum og þá fjölgar þjófnuðum á þeim. Það sem af er apríl hafa 22 reiðhjólaþjófnaðir verið tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en það eru færri þjófnaðir en tilkynntir voru í apríl árin 2014 og 2015.

Hafa verður í huga að tölurnar fyrir 2014 og 2015 eru fyrir allan mánuðinn en tölur fyrir 2016 ná til 25. apríl, að því er fram kemur í umfjöllun um reiðhjólaþjófnaði í Morgunblaðinu í dag.

Síðustu þrjú ár hefur tilkynningum fækkað miðað við árin 2010 til 2012. Flestar tilkynningarnar bárust árið 2010, þegar tilkynnt var um 812 reiðhjólaþjófnaði en það sem af er ári hafa 68 reiðhjól verið tilkynnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert