Flugverð hækkar um 10% milli mánaða

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Meðalverð flugmiða frá Íslandi næstu vikur hefur hækkað um 10% frá fyrra mánuði og mun líklega hækka enn meira á næstu vikum. Verð á flugi til Bandaríkjanna hefur aftur á móti lækkað. Mesta hækkunin var á flugmiðum til Dusseldorf í Þýskalandi, en miðar þangað hækkuðu að meðaltali um rúmlega 50%.

Það er íslenska flugleitarvélin Dohop sem tekur saman flugverð frá Íslandi til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Í greiningunni kemur fram að á heildina litið hafi verð hækkað um 10% og að flugverð virðist vera að jafnast út yfir áfangastaði. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að flugverð haldi áfram að hækka, en meðal annars er byggt á verðgögnum síðasta árs.

Breytingar milli mánaða. Stokkhólmur og New York lækka um 12-13% …
Breytingar milli mánaða. Stokkhólmur og New York lækka um 12-13% en flug til Þýskalands fer upp um 36-51%.

Fyrir mánuði var hægt að komast til fjögurra borga fyrir um 35 þúsund krónur eða minna, en nú er lægsta meðalverðið 37 þúsund krónur, til Berlínar. Aftur á móti lækkar meðalverð á flugi til New York um rúmar 10.000 krónur; úr 95.000 í 84.000 krónur, segir í greiningu Dohop.

Á næstu vikum er ódýrast að fara til Þýskalands en dýrast til Bandaríkjanna. Flug til Boston og New York kostar nú á milli 80 og 85 þúsund krónur að meðaltali en flug til Dusseldorf er á 37.000 krónur að meðaltali.

Flug til Ameríku eru talsvert dýrari en flug til Evrópu.
Flug til Ameríku eru talsvert dýrari en flug til Evrópu.

Lækkun til fimm borga, hækkun til fimmtán

Af þeim 20 borgum sem Dohop skoðar í verðkönnuninni hækkar verð á flugi til 15 borga. Meðalhækkunin er þó ekki mikil, þegar allt er tekið saman má gera ráð fyrir að borga um 5.000 krónum meira fyrir flug nú en fyrir mánuði.

Dohop spáir frekari hækkunum á flugverði þegar líður tekur á sumarið, sérstaklega á flugi til Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert