Fréttatíminn bætir við sig útgáfudögum

Forsíða Fréttatímans í dag.
Forsíða Fréttatímans í dag.

Frá og með næstu viku mun Fréttatíminn koma út tvisvar í viku. Frá þessu er sagt í blaðinu í dag.

Hann mun áfram koma út á föstudögum en einnig á laugardögum frá og með 7. maí.

Samhliða þessu mun útgáfufélagið Morgundagur hefja útgáfu nýs blaðs. Það verður borið út með Fréttatímanum bæði föstudaga og laugardaga.

Um það blað segir Gunnar Smári Egilsson, útgefandi: „Þetta verður líflegt tímarit í dagblaðabroti sem fjallar um fólk og fjölskylduna, heimili og heilsuna, matinn og munúðina og margt fleira.“

Hann segir að þetta nýja blað verði með annan karakter og svip en Fréttatíminn.

Gunnar Smári segir að ekki standi til að gefa Fréttatímann út á hverjum degi. „Auglýsingamarkaðurinn ber aðeins fríblöð þrjá daga í viku,“ er haft eftir Gunnari Smára í Fréttatímanum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert