Gróttuvitinn opinn almenningi

Gróttuvitinn verður opinn á morgun.
Gróttuvitinn verður opinn á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn árlegi fjölskyldudagur í Gróttu á Seltjarnarnesi verður að þessu sinni haldinn á morgun, laugardaginn 30. apríl, frá kl. 15.30-17.30.

Tímasetning Gróttudagsins er breytileg frá ári til árs, sem helgast af því að þessi einstaka fjölskylduhátíð er háð flóði og fjöru.

Eitt helsta aðdráttaraflið á Gróttudeginum er sjálfur Gróttuviti, en þetta er eini dagur ársins þar sem gestum og gangandi er boðið að ganga upp í hann og njóta útsýnisins þaðan. Þá er hægt að kaupa vöffluveitingar á sanngjörnu verði og er þéttskipuð dagskrá í boði fyrir börn og fullorðna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert