Ólafur og Dorrit í afmæli konungs

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Karls Gústafs konungs Svíþjóðar um að taka um helgina þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi í tilefni af 70 ára afmæli konungsins.

Meðal atburða í hátíðarhöldunum á laugardaginn eru guðþjónusta í hallarkirkjunni, hádegisverður í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar og hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á sunnudag snæða forsetahjónin hádegisverð með konungi og fjölskyldu hans í konungshöllinni, segir í frétt frá skrifstofu forseta Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert