Undraðist aðild Jóns Ásgeirs

Verslun Iceland í Engihjalla. Jóhannes Jónsson stofnaði Iceland á Íslandi …
Verslun Iceland í Engihjalla. Jóhannes Jónsson stofnaði Iceland á Íslandi í samstarfi við Walker. mbl.is/Hjörtur

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar í Bretlandi, lýsir í sjálfsævisögu sinni undrun sinni á því hvernig skilanefnd gamla Landsbankans stóð að sölunni á fyrirtækinu eftir að fyrri eigendur fóru í þrot.

Síðla árs 2004 eignaðist Baugur meirihluta í Big Food Group og þar með í Iceland. Eftir þrot Baugs keypti Walker fyrirtækið árið 2012. Í ævisögu Walkers kemur Jón Ásgeir viðskiptafélagi hans við sögu en hvergi virðist minnst á föður hans, Jóhannes heitinn Jónsson stórkaupmann, og verslun Iceland á Íslandi.

„Landsbankinn skipaði þrjá stjórnendur fyrir Iceland en af einhverri ástæðu var Jón Ásgeir skipaður formaður hópsins. Pólitíkin og tengslin milli manna í málinu voru óskiljanleg,“ skrifar Walker um mannaráðningar hjá skilanefnd Landsbankans. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag lýsir Walker ringulreið þar innandyra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert