Verslingar stigu dans í miðbænum

Hinn ár­legi peysu­fata­dag­ur fjórðubekk­inga í Verzl­un­ar­skól­an­um var hald­inn í gær. Sjá mátti prúðbúna Verzl­inga á kreiki í miðborg Reykja­vík­ur, stúlk­urn­ar í peysu­föt­um og pilt­arn­ir í kjól­föt­um og síðan var stig­inn dans á Ing­ólf­s­torgi við harm­ón­íku­leik.

Ljósmyndari mbl.is fylgdist með og festi gleðina á filmu. Myndirnar má sjá í myndasyrpu sem fylgir fréttinni. 

Peysu­fata­dag­ur Verzl­un­ar­skól­ans var fyrst hald­inn árið 1924.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert