Árni Bragason skipaður í embætti landgræðslustjóra

Árni Bragason.
Árni Bragason. Ljósmynd/Mike Ramsden

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára.

Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð. Valnefnd skipuð af ráðherra mat Árna hæfastan meðal umsækjenda til að gegna embættinu. Árni hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri eftir störf í ýmsum stofnunum á sviði skógræktar og náttúruverndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert