Krefjast opinberrar afsökunarbeiðni

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. mbl.is/Sigurgeir

22 kröfubréf og tvær kærur voru sendar út í gær af lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir hönd tveggja manna. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Mennirnir voru kærðir fyrir nauðgun á síðasta ári í svokölluðu Hlíðamáli en málin voru felld niður í febrúar.

Á forsíðu Fréttablaðsins í nóvember var sagt að íbúð í Hlíðunum væri sérstaklega útbúin til nauðgana. Tvær konur kærðu mennina fyrir nauðgun í þeirri íbúð. Í kjölfar fréttarinnar tjáðu margir sig um málið á samfélagsmiðlum og eru þeir meðal þeirra sem hafa fengið kröfubréf að því er fram kemur á vef Stundarinnar.

Stundin segir að í kröfubréfunum sé beiðni um opinbera afsökunarbeiðni, að ummæli verði dregin til baka og greiðslu skaðabóta auk lögfræðikostnaðar krafist. Gefinn er frestur til mánudagsins 2. maí með að svara kröfunni, að öðrum kosti verður viðtakandi kröfunnar mögulega sóttur til saka.

Vilhjálmur kærði einnig tvær konur fyrir rangar sakargiftir auk þess sem önnur þeirra var kærð fyrir kynferðisbrot. Öllum þeim málum var vísað frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert