Skipið komið til Seyðisfjarðar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fiskiskip, sem Landhelgisgæslan hóf umfangsmikla leit að í gærkvöldi og hafði upp á um klukkan eitt í nótt, er komið til Seyðisfjarðar en þangað vísaði Gæslan skipinu.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um klukkan 19:30 hvarf það hins vegar úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu. Flugvél Gæslunnar fann loks skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni.

Frétt mbl.is: Umfangsmikil leit að skipi

Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög. Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert