Þurrt á sunnanverðu landinu á morgun

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðvestanátt, 8-15 metrum á sekúndu norðan- og austanlands og slyddu eða snjókomu. Hægari átt og þurrt sunnan heiða. Þá er búist við norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s um hádegi á morgun og dálítilli rigningu eða slyddu, en þurru um landið sunnanvert fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig á morgun, mildast syðst.

Breytileg átt verður á sunnudaginn, 3-10 m/s. Rigning eða skúrir víða um land, en slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti á bilinu 2 til 7 stig. Á mánudag verður vaxandi norðanátt, 8-13 m/s síðdegis og rigning eða slydda, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti á bilinu 2 til 9 stig, mildast syðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert