Lokuðu götum vegna vopnahótunar

löggumyndir lögga lögreglan
löggumyndir lögga lögreglan Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Laust eftir klukkan  hálf sex í morgun var lögreglan á Norðurlandi eystra kölluð til vegna tilkynningar um heimilisofbeldi  í húsi á Akureyri. Sá sem tilkynnti um málið skýrði frá því að meintur gerandi hótaði að beita skotvopni.  

Í kjölfarið lokaði lögreglan þremur götum í nágrenninu og vopnuðust vakthafandi lögreglumenn lögreglunnar á Akureyri skotvopnum. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hleypti meintur gerandi ekki af skotvopni og kom vopnlaus út úr íbúðinni skömmu eftir að þessar aðgerðir hófust og var hann  þá handtekinn.

Við leit í íbúðinni fundust tvær haglabyssur og nokkurt magn skotfæra.  Viðkomandi var undir áhrifum áfengis, hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag.

Samkvæmt lögreglu er rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri nú með málið til rannsóknar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert