Þæfingsfærð á Hrafnseyrarheiði

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Gemlufallsheiði en þæfingsfærð á Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja er einnig  norður í Árneshrepp.

Þá er að mestu greiðfært á Norðurlandi en þoka er á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Fljótsheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja og éljagangur á Fjarðarheiði, Oddskarði og Vatnsskarði eystra. Hálka er á Öxi og snjóþekja á Breiðdalsheiði. Greiðfært er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert