Vilja koma fjölskyldunni í skjól

Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2015.
Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2015. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Yfir 300 manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftarlista sem ber yfirskriftina „Komum Seibel fjölskyldunni í skjól“.

Þar er átt við Irinu og Vladimir Seibel og börn þeirra, Milinu sem er níu ára og tvíburana Samir og Kemal sem eru sex ára en mbl.is og Sunnudagsblað Morgunblaðsins hafa fjallað ítarlega um mál þeirra síðastliðna viku. Fjölskyldan hraktist frá Úsbekistan vegna trúarofsókna og hafði búið hér á landi í átta mánuði þegar þeim var vísað úr landi.

Í kjölfarið tók við ferð til Frakklands þar sem þau eiga í engin hús að venda, auk þess sem þrjár ferðir og margra klukkutíma bið á héraðsskrifstofu í úthverfi Parísar þar sem þeim var gert að skrá sig hafa enn ekki leitt til neins, vegna bilunnar í prentara að sögn starfsmanna.

„Við viljum biðla til ykkar um að hjálpa til við að reyna að koma þeim aftur hingað heim til Íslands,“ segir í lýsingu undirskriftalistans.

Vonast er eftir að þessi undirskriftalisti geti sýnt samstöðu og vilja Íslendinga um að Seibel fjölskyldunni verði veitt hæli hér á Íslandi.“

Hægt er að skrifa undir hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert