412 skipaðir á kjörtímabilinu

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. mbl.is/Hjörtur

Embætti innanríkisráðherra hefur skipað 412 einstaklinga í nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir frá upphafi kjörtímabilsins. Fjöldi karla er 240, eða 58% skipaðra, og fjöldi kvenna 172, eða 42%.

Af þeim 412 einstaklingum sem hafa verið skipaðir eru 78% búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í svarinu eru taldir nefndarmenn sem innanríkisráðherra hefur skipað á tímabilinu 28. maí 2013 til 1. mars 2016. Hanna Birna Kristjánsdóttir gegndi fyrst starfi innanríkisráðherra á þessu tímabili en síðan tók Ólöf Nordal við af henni. 

Fjöldi nefnda, starfshópa og verkefnisstjórna er 43 á kjörtímabilinu og hafa um 20 þeirra lokið störfum, eða 47%.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á meðal þeirra sem ekki hafa lokið störfum er starfshópur um kortlagningu úrræða lögreglu vegna dreifingar kláms á netinu, starfshópur um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og starfshópur um eftirfylgni við innleiðingu á samningum gegn mútum og spillingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert