Átak í slysavörnum hjólreiðafólks

Fara þarf varlega við hjólreiðar.
Fara þarf varlega við hjólreiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ákveðið að blása til átaks í slysavörnum hjólreiðafólks. „Kanntu að hjóla?“ nefnist það og hófst í gær og stendur allan maímánuð.

Hjólreiðaslysum hefur fjölgað um u.þ.b. 400% á Íslandi síðasta áratug samkvæmt tölum Samgöngustofu. Tugir alvarlegra hjólreiðaslysa verða ár hvert og varð banaslys í fyrra.

Í tilefni átaksins hjóluðu í gær 80 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg frá bækistöðvum sínum að Gróubúð á Grandagarði þar sem Björgunarsveitin Ársæll og Slysavarnadeildin í Reykjavík hafa aðsetur. Gefinn hefur verið út bæklingur þar sem farið er yfir helstu atriði sem hjólreiðafólk þarf að kunna skil á, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert