Beittu opinbera starfsmenn ofbeldi

Mennirnir eru grunaðir um ofbeldi gegn opinberum starfsmönnum.
Mennirnir eru grunaðir um ofbeldi gegn opinberum starfsmönnum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tveir menn voru handteknir í fjölbýlishúsi í Kópavogi um klukkan sex í gærkvöldi en þeir eru grunaðir um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum og tálmun lögreglu í starfi, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Mennirnir tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar fyrir rannsókn málsins.

Ekki kemur fleira fram í tilkynningu lögreglu um það í hverju brot mannanna fólust og ekki hefur náðst samband við lögreglustöðin Kópavogs og Breiðholts í morgun enn sem komið er.

Við Snorrabraut stoppuðu lögreglumenn för ungrar stúlku sem grunuð var um ölvun við akstur og að hafa ekið gegn rauðu ljósi og einstefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert