Dorrit átti hlut í aflandsfélögum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú mbl.is/Ómar Óskarsson

Dorrit Moussaieff, eig­in­kona Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar for­seta Íslands, hefur tengst minnst fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveim aflandsfélögum.  

Þetta kemur fram í gögnum sem upp­ljóstr­arar létu Le Monde, Südd­eutshe Zeit­ung og ICJ fá og kall­ast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint er frá þessu í frétt á heimasíðu Reykjavik Media  í dag. Auk þess birt­ist fréttin víða ann­ars­staðar í heims­press­unni, meðal ann­ars á vef The Guardian og Süddeutche Zeitung.

Í fréttinni segir að fjölskylda Dorritar, þar á meðal systur hennar tvær, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss árin 2006 og 2007. Dorrit virðist þó sjálf ekki hafa komið að flestum reikningunum.

Hagnaðist Dorrit á aflandsviðskiptum foreldra sinna?

Gögnin sýna, að því er  Reykjavik Media tekur fram, engin lögbrot Dorritar og það er ekki ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Gögnin vekja engu að síður upp spurningar um hvort að forsetafrú Íslands hafi hagnast á aflandsviðskiptum foreldra hennar og hvort gerð hafi verið grein fyrir eignum hennar.

Auk þess kemur fram í fréttinni að upp­lýs­ing­arnar sýni að Dor­rit hafi átt hlut á móti fjöl­skyldu sinni í  Jaywick Properties Inc, sem skráð er til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og félag­inu Moussai­eff Sharon Trust. 

Á vef Reykja­vik Media segir að Dor­rit hafi ekki viljað svara spurn­ingum um hvort hún tengd­ist félög­unum þegar eftir því var leit­að. Viðskipti sín hefðu alltaf verið í sam­ræmi við lög og að þau væru einka­mál. 

Í yfirlýsingu sem send var Reykjavik Media sagði Dorrit að fjárhagur sinn og Ólafs Ragnars væri og hefði alltaf verið aðskilinn og þá sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari í skriflegu svari að forsetinn hefði enga vitneskju um félögin og að hann hefði aldrei heyrt um þau. Þá sagði í svari Örnólfs að forsetinn hefði aldrei haft upplýsingar um aðra meðlimi Moussaieff fjölskyldunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert