Drekinn kominn til hafnar í Færeyjum

Drekinn Haraldur Hárfagri siglir þöndu segli.
Drekinn Haraldur Hárfagri siglir þöndu segli. Ljósmynd/Arne Terje Saether

Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri kom inn til hafnar í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi.

Skipið kom í þessum áfanga frá Leirvík á Hjaltlandseyjum, en þar hafði það komið óvænt við vegna smávægilegra bilana sem áhöfnin varð vör við á leiðinni frá Haugasundi í Noregi.

Næsti áfangastaður er Ísland. Ekki er vitað hvenær skipið heldur frá Færeyjum, þar sem leiðindaveður er þar og veðurspá fyrir næstu daga ekki góð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert