Enginn ætti að spara lásakaup

Nýtt reiðhjól kostar um 100 þúsund krónur og er því …
Nýtt reiðhjól kostar um 100 þúsund krónur og er því töluverð fjárfesting. Festa verður hjólið við eitthvað jarðfast til að fá bætur sé hjólinu stolið. Enginn ætti að spara við sig lásinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flestum reiðhjólum er stolið utandyra, úr hjólageymslum fjölbýlis og jafnvel eftir að brotist hefur verið inn í bíl. Alls hefur 68 reiðhjólum verið stolið það sem af er ári en hafa ber í huga að tölurnar ná ekki yfir allan apríl heldur til 25. apríl. Síðustu þrjú ár hefur tilkynningum fækkað miðað við árin 2010 til 2012.

Flestar tilkynningarnar bárust árið 2010, þegar tilkynnt var um 812 reiðhjólaþjófnaði. Árið 2015 bárust hins vegar 490 tilkynningar, sem er um 25 prósenta fækkun miðað við meðalfjölda áranna 2010 til 2014. Flestum reiðhjólum er stolið frá vori fram á haust.

Samkvæmt tryggingarfélögunum VÍS og Sjóvá falla reiðhjól undir innbústryggingu og sé læstu hjóli stólið fæst verðmæti þess bætt, að frádreginni eigin áhættu, svo fremi að nótu fyrir kaupverði hjólsins sé framvísað.  „Alltaf skal læsa hjóli með öflugum hjólalás við eitthvað jarðfast og gildir hið sama í hjólageymslum og utandyra. Lásinn á að þræða um stell hjólsins en ekki gjarðir. Skynsamlegt er að skrá hjá sér lit, gerð og stellnúmer hjóls til að auka líkur á að endurheimta það ef því er stolið,“ segir enn fremur í svari VÍS í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert