Fá að veiða 820 tonn af rækju

Rækjuvertíðin hófst um helgina. Myndin er úr safni.
Rækjuvertíðin hófst um helgina. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafrannsóknastofnun leggur til að leyft verði að veiða 820 tonn af rækju við Snæfellsnes næsta árið. Árleg stofnmæling á rækjunni á svæðinu leiddi í ljós að ástand stofnsins er ágætt og mældist stofnvísitalan yfir meðaltali.

Mælingin fór fram á Bjarna Sæmundssyni RE 30 frá 18. til 22. apríl, en eitt helsta markmið hans var að meta stofnstærð rækjunnar og kanna fiskgengd á svæðinu.

Stærð rækjunnar í Breiðafirði reyndist svipuð og undanfarin ár en í Kolluál var hún með betra móti miðað við síðustu ár. Lítið var hins vegar af fiski á slóðinni.

Á grundvelli niðurstaðna stofnmælingarinnar mælir Hafró með fyrrnefndum kvóta á vertíðinni sem hefst 1. maí og lýkur 15. mars á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert