Guðni Th. gefur reglulega blóð

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er í sjaldgæfum blóðflokki.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er í sjaldgæfum blóðflokki. Ómar Óskarsson

Guðni Th. Jóhannesson, sem orðaður hefur verið við framboð vegna næstu forsetakosninga kemur reglulega og gefur blóð að því er greint er frá á Facebook-síðu Blóðbankans sem birtir mynd af Guðna að gefa blóð.

Hann „kemur reglulega í blóðskiljuvél hjá okkur að gefa blóðvökva,“ segir í fréttinni, þar sem tekið er fram að Guðni sé einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki. Ekki megi reikna með að fleiri en tæplega hálft prósent Íslendinga sé í AB mínus blóðflokki, en AB mínus blóðvökvi sé eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.

„Það verður spennandi að vita hvort forsetabíllinn muni reglulega renna upp að Blóðbankanum í framtíðinni,“ segir í frétt Blóðbankans.

Hér má sjá frétt blóðbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert