Samkeppni sem sýnir góða meðferð afla

mbl.is/Helgi Bjarnason

Matís og Landssamband smábátaeigenda (LS) hafa blásið til samkeppni meðal sjómanna um að sýna í máli og myndum hvað þurfi til svo að fyrsta flokks afli berist að landi.

Samfélagsmiðlar verða nýttir til að sýna frá störfum sjómanna og munu sjómennirnir sjálfir sjá um myndir og texta.

Í lok hvers mánaðar, maí, júní, júlí og ágúst, verður einn sjómaður valinn sem þykir hafa skilað besta og jákvæðasta efninu. Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert