Trufluðu ekki heimilisfriðinn

Hópur mótmælenda við heimili Bjarna í gærkvöldi.
Hópur mótmælenda við heimili Bjarna í gærkvöldi. Ljósmynd/Beinar aðgerðir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mótmæli sem haldin voru við heimili hans í gærkvöldi ekki hafa truflað heimilisfriðinn og að hann hafi ekki kallað eftir aðstoð lögreglu.

Fyrri frétt mbl.is: Mótmælt við heimili Bjarna

Í tilkynningu hópsins Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í gær kemur fram að lögregla hafi verið mætt á svæðið á undan mótmælendum. Í tilkynningunni er þó talað um meðmæli og meðmælendur. Í tilkynningunni eru „harkaleg viðbrögð“ lögreglu gagnrýnd og sagðar óþarfi. Er samkoman jafnframt sögð hafa verið friðsamleg og fjölskylduvæn.

„Þá gátu meðmælendur ekki séð neina þörf fyrir viðveru lögreglu þar sem samkoman var lágstemmd og róleg allan tímann, líka eftir að lögregla ákvað að kalla einnota grill „opinn eld,“ banna grillið og haga afskiptum sínum eftir því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að fjölmiðlar á staðnum hafi ekki birt neitt af því myndefni sem safnaðist og lýsa skipuleggjendur undrun sinni á því.

„Myndirnar hefðu sýnt fram á þá rólyndisstemningu sem uppi var og þann fáránleika sem felst í því að láta sem lögreglu hafi þurft að kalla til sérstaklega vegna atburðarins.“

Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglumann slökkva í einnota grilli mótmælenda. 

Ljósmynd/Beinar aðgerðir
Ljósmynd/Beinar aðgerðir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert