Á meistaradeildarleik í Leicester

Þó eflaust hafi margir hlutlausir fagnað í gær þegar ljóst varð að Leicester myndi standa uppi sem sigurvegari ensku úrvalsdeildarinnar eru þeir ekki margir hér á landi sem hafa stutt liðið í gegnum árin, það hefur Óli Þór Júlíusson gert frá unga aldri en faðir hans heitinn var mikill stuðningsmaður liðsins.

Óli Þór, sem starfar sem íþróttastjóri hjá HK, segist hafa farið að trúa því að liðið gæti orðið meistari um áramótin en allt fram á seinustu stund hafi hann samt haft á tilfinningunni að eitthvað gæti farið úrskeiðis.

Hann segist ekki þekkja neinn annan stuðningsmann liðsins hér á landi þó einhverjir hafi hoppað á Leicester vagninn í vetur. Næst á dagskrá sé að fara á leik með liðinu í Meistaradeild Evrópu eða í deildinni.

Það var létt yfir Óla Þór í morgun þegar mbl.is hitti á hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert