Auglýsing bar ekki árangur

Auglýst er á ný eftir húsnæði fyrir sömu 100 hælisleitendur.
Auglýst er á ný eftir húsnæði fyrir sömu 100 hælisleitendur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkiskaup auglýstu um helgina eftir húsnæði fyrir allt að 100 hælisleitendur til leigu fyrir Útlendingastofnun.

Þetta er í annað skipti sem auglýst er eftir slíku húsnæði. Fram kemur í auglýsingunni að skila skuli inn leigutilboðum til Ríkiskaupa eigi síðar en kl. 12.00 fimmtudaginn 19. maí 2016.

Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi auglýsing væri birt núna vegna þess að ekkert hefði komið út úr fyrri auglýsingu. „Það kom ekkert út úr fyrri auglýsingu, þannig að þetta er bara endurtekning á sama ferlinu, en ekki það að Útlendingastofnun þurfi húsnæði fyrir 100 hælisleitendur til viðbótar,“ segir Þórhildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert