Fjárhaldsstjórn enn á dagskrá

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga um tilkynningu til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um að Reykjanesbær sé kominn í fjárþröng er á dagskrá fundar bæjarstjórnar í dag, öðru sinni.

Í gærkvöldi áttu stjórnendur bæjarfélagsins von á erindi frá fulltrúum ellefu lífeyrissjóða sem kröfur eiga á bæjarsjóð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, sagði í gærkvöldi að afgreiðsla tillögunnar í bæjarstjórn réðist alfarið af efni svarbréfs lífeyrissjóðanna.

Reykjanesbær skuldar um 40 milljarða. Náðst hefur samkomulag við meirihluta kröfuhafa um aðgerðir til að gera bæjarfélagið rekstrarhæft. Það felur í sér niðurfellingu 6,5 milljarða króna. Ætlast er til að lífeyrissjóðirnir taki á sig um fjórðung þess. Þeir hafa fram til þessa ekki samþykkt það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert