Fjórir nýir stjórnarmenn kosnir

Útvarpshúsið í Efstaleiti. Ríkisútvarpið. Rúv. Ríkissjónvarpið.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. Ríkisútvarpið. Rúv. Ríkissjónvarpið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kosin var ný stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í dag. Fjórir nýir stjórnarmenn eru í nýrri stjórn. Tveir fulltrúar stjórnarinnar, Heiðrun Lind Marteinsdóttir og Gunnar Sturluson, og tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, þau Lára Hanna Einarsdóttir og Jón Ólafsson.

Þau koma í stað þeirra Ingva Hrafns Óskarssonar, Eiríks Finns Greipssonar, Ásthildar Sturludóttur og Bjargar Evu Erlendsdóttur.

Nýja stjórn Ríkisútvarpsins skipa: Guðlaugur Sverrisson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Heiðrun Lind Marteinsdóttir og Gunnar Sturluson fyrir stjórnarmeirihlutann en Mörður Árnason, Friðrik Rafnsson, Lára Hanna Einarsdóttir og Jón Ólafsson fyrir minnihlutann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert