Hækkar um 2,5% umfram verðlag

Gert er ráð fyrir því að krónutölugjöld á áfengi, tóbak og eldsneytisgjöld verði hækkuð um næstu áramót um 2,5% umfram verðlagsuppfærslu, eða alls um 5%.

Þetta kemur fram í ríkisfjármálaáætlun fjármála- og efnahagsráðherra til ársins 2021, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Í stjórnartillögu ráðherra segir að tilgangur þeirrar aðgerðar sé annars vegar að auka tekjur ríkissjóðs að litlum hluta á móti tekjutapi vegna lækkunar tryggingagjalds og hins vegar að hafa hamlandi áhrif á einkaneyslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert